Tanni Travel - Öryggisstefna

Það er stefna Tanni Travel að tryggja að allir viðskiptavinir og starfsfólk sé í heilbrigðu umhverfi og sé eins öruggt og hægt er.


  • Í daglegum rekstri félagsins er stefnt að því að fylgja öllum ákvæðum sem settar eru í lögum og reglugerðum. Við skuldbindum okkur til að vinna stöðugt að umbótum sem auka öryggi viðskiptavina okkar, starfsmanna og samstarfsaðila.
  • Fyrirtækið mun reglulega halda námskeið í skyndihjálp svo starfsmenn séu betur í stakk búnir til að takast á við vandamál og slys sem upp geta komið. Málþing skulu haldin eigi sjaldnar en annað hvert ár.
  • Það er okkur afar mikilvægt að búnaður sem notaður er í starfsemi fyrirtækisins sé skoðaður og prófaður reglulega og uppfylli þá öryggisstaðla sem settir eru á hann.
  • Við áhættumetum þau svæði sem fyrirtækið starfar á. Haust og vetur munu fá sérstaka athygli þar sem veðurfar á Íslandi er sveiflukenndara á þessum árstíðum.
  • Við hvetjum til virkrar þátttöku allra starfsmanna í þjálfun og öryggismálum.
  • Undir öllum kringumstæðum notum við viðeigandi öryggisbúnað, hlífðarfatnað og persónuhlífar.
  • Stefna þessi skal endurmetin eins oft og þörf krefur, þó aldrei sjaldnar en á tveggja ára fresti.
Share by: