Undrabæir og Tatrafjöll

Þýskaland, Tékkland og Pólland

21. maí – 3. júní 2025

 

Flogið er frá Keflavík til München í Þýskalandi kl. 07:20 að morgni 21. maí – lent í München kl. 13:05. Ekið til borgarinnar Regensburg, hinnar heillandi miðaldarborgar sem stendur við bakka Dónar og er á heimsminjaskrá UNESCO. Gist er á Elaya hotel í tvær nætur.


Frá Regensburg ökum við til Prag í Tékklandi sem býður uppá iðandi mannlíf og einstaka upplifun, glæsilegar byggingar og vel varðveitt hverfi. Elstu hverfin, þar á meðal kastalinn í Prag, eru á heimsminjaskrá UNESCO. Við skoðum okkur um í borginni og gistum á Century Old Town Prague í tvær nætur.

 

Á leið okkar til hinnar fornu borgar Kraká í Póllandi er komið við í bænum Český Krumlov. Bænum er stundum líkt við Grimmsævintýri. Íbúar eru um fjórtán þúsund, en í bænum má finna yfir 300 sögulegar byggingar. Frá árinu 1992 er hann að finna á heimsminjaskrá UNESCO. Höldum för okkar áfram til bæjarins Třebíč þar sem við gistum eina nótt á hótel Atom.

 

Í Kraká gistum við fimm nætur. Hún er ein elsta borg Póllands þar sem fundist hafa ummerki um fólk á ferð 20 þúsund árum fyrir Krist. Hún státar þar af leiðandi af mikilli sögu og er einnig á heimsminjaskrá UNESCO. Hið sögufræga markaðstorg dregur að bæði ferðamenn og heimamenn með fjölbreyttri flóru verslana, kaffihúsa og listarýma. Við heimsækjum m.a. Auswitch, sem eru stærstu fanga- og útrýmingarbúðir á tímum síðari heimstyrjaldarinnar og saltnámurnar í Wieliczka. Þær eru heimsþekktar fyrir tugi skúlptúra, einar þrjár kapellur og síðast en fráleitt síst; heila dómkirkju. Allt hoggið hörðum höndum gegnum tíðina af lærðum og leiknum verkamönnum. Gist á Best Western.

 

Þá kveðjum við borgarlífið og höldum upp í Tatrafjöllin og njótum fjalladýrðarinnar. Gistum í bænum Zakopane. Bærinn er frægur fyrir einstaka fjallamenningu, þar sem pólskir Górale fjallabúar hafa varðveitt sérstakan menningararf, hefðir og listir sem endurspeglast í byggingarstíl, matargerð og handverki á svæðinu. Gistum þar í tvær nætur á Radisson Blu.

 

Síðasta daginn notum við til að koma okkur úr fjöllunum að flugvellinum í Katowice. Gist á Moxy Katowice Airport hotel.


Flogið heim frá Katowice að morgni 3. júní kl. 07:10, lent í Keflavík kl. 09:20

 

Dagsskipulagið:

21. maí - Flogið til München Icelandair kl. 07:20 – lent í kl 13:05. Ekið til Regensborgar.

22. maí - Njótum þess að slappa af og skoða þessa sögufrægu og fallegu borg. Kvöldverður ekki innifalinn.

23. maí - Frá Regensborg höldum við til Prag, höfuðborgar Tékklands.

24. maí - Skoðunarferð um miðbæ Prag. Kvöldverður ekki innifalinn.

25 maí - Ekið til bæjarins Třebíč með viðkomu í bænum Český Krumlov.

26. maí - Ekið til Kraká.

27. maí - Skoðunarferð um miðbæ Kraká.

28. maí - Frjáls dagur. Kvöldverður ekki innifalinn.

29. maí - Heimsókn til Auschwitz.

30 maí - Heimsókn í saltnámurnar.

31. maí - Kveðjum Kraká og höldum upp í Tatrafjöllin og gistum í bænum Zakopane.

1. júní - Dagur í Tatrafjöllum.

2. júní - Ekið á hótel sem er við flugvöllinn í Katowice.

3 júní - Flogið heim kl. 07:10. Komutími í Keflavík 09:25.

 

 

Ath. á frjálsum dögum eru leiðsögumaður og fararstjóri til staðar fyrir þá sem kjósa að vera ekki á eigin vegum.




VERÐ: 467.400 kr. á mann í tveggja manna herbergi.

Aukagjald fyrir einbýli kr. 63.300,-


Þeir sem ekki ferðast með ferðafélaga, þurfa að greiða fyrir eins manns herbergi.
Ath. takmarkaður fjöldi til af eins manns herbergjum.


Staðfestingargjaldið er 55.000 á mann og er óafturkræft. Það greiðist við bókun (sæti er ekki staðfest fyrr).

50% af verði ferðar greiðist fyrir 1. febrúar 2025

100% af verði ferðar greiðist fyrir 1. apríl 2025


Vinsamlegast kynnið ykkur ferðaskilmála okkar.

   

Innifalið:

  • Flug með Icelandair frá Keflavík til München
  • Flug með Wizz air frá Katowice til Keflavíkur
  • Flugvallarskattar
  • Gisting í 13 nætur í 2ja manna herbergjum með baði
  • Morgunverður alla daga
  • 10 kvöldverðir
  • Allur akstur erlendis, íslensk fararstjórn og leiðsögn

 

Ekki innifalið:

  • Ferðatryggingar
  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur og annað tilfallandi, þrátt fyrir að vera tekið fram í leiðarlýsingu
  • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll
  • Hádegisverðir
  • 3 kvöldverðir
  • Drykkir með mat
  • Þjórfé
  • Annað tilfallandi

 
Fararstjóri verður Margrét Óskarsdóttir og leiðsögukona Sigurbjörg Árnadóttir.

Nánari upplýsingar og bókanir í síma 476-1399 milli 10:00 og 15:00 á virkum dögum eða á netfanginu tannitravel@tannitravel.is


Til að bóka beint er hægt að fylla út formið hér að neðan:

Bókun

Share by: