Tanni Travel - Heilsustefna
Meginmarkmið heilsustefnu Tanni Travel er að tryggja vellíðan starfsmanna bæði líkamlega og andlega og auka þannig lífsgæði þeirra.
- Að bæta starfsumhverfi starfsfólks, auka upplýsingaflæði og auka lífsgæði starfsmanna.
- Að koma til móts við sálræna, félagslega og líkamlega þörf starfsmanna á vinnustað eins vel og hægt er.
- Stefnt að því að bæta heildarheilsu starfsmanna og minnka þar með fjarvistir vegna veikinda eða vinnutengts álags.
- Að hvetja starfsmenn til að sinna heilsubótum, til dæmis með styrkjum.
- Að gera starfsmenn meðvitaðri um réttindi sín og möguleika á styrkjum frá stéttarfélögum til heilbrigðistengdra mála.
- Að tryggja að vinnuaðstæður og hreinlæti á vinnustað séu sem best.