Tanni Travel - Starfsmannastefna
- Fyrirtækið hefur hæft, vel menntað og áhugasamt starfsfólk sem sameinast um að skapa kraftmikið og jákvætt vinnuumhverfi.
- Við stefnum að því að leggja grunn að góðum samskiptum starfsmanna, jákvæðni, virðingu og gagnkvæmu þakklæti.
- Við hvetjum starfsfólk til að leita eftir viðeigandi faggildingu fyrir stöður sínar.
- Við hvetjum starfsfólk til að axla ábyrgð og sýna frumkvæði.
- Við stuðlum að góðum starfsanda á vinnustaðnum.
- Í öllum atriðum ber að gæta jafnræðis.
- Við tryggjum að starfsumhverfi starfsfólks sé gott.
- Við sjáum til þess að stöðugt upplýsingaflæði sé milli stjórnenda og starfsmanna um málefni og störf fyrirtækisins.
- Lögð er áhersla á að starfsfólk sýni hvert öðru og fyrirtæki trúnað.
- Við stefnum að því að tryggja starfsfólki tækifæri til að vaxa og dafna í starfi sínu.