Tanni Travel - Mannauðsstefna
Það er markmið okkar hjá Tanni Travel að hafa alltaf starfsmenn sem eru bæði vel í stakk búnir til að sinna störfum sínum og áhugasamir. Þetta er til að tryggja að þjónustan sem við veitum sé fyrsta flokks og starfsmönnum líði vel að hafa frumkvæði í starfi.
- Fyrirtækið vill tryggja starfsfólki bestu mögulegu starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Einnig er ætlun fyrirtækisins að skapa aðstæður þar sem starfsmenn geti notið bæði vinnu og einkalífs.
- Leiðbeinendum ber að virða mannauðsstefnuna og gæta þess að reglugerðum og leiðbeiningum sé fylgt til að tryggja hagsmuni fyrirtækisins jafnt sem starfsmanna.
- Löggjöf á hverjum tíma, reglugerðir, fyrirmæli og kjarasamningar móta rammann um mannauðsmál. Það er stefna félagsins að virða lagalegar og samningsbundnar skyldur sínar og hlíta reglugerðum og kjarasamningum sem eru í gildi á hverjum tíma.